Réttindi trúnaðarmanns

  • Trúnaðarmanni er heimilt að sinna vinnu sinni sem trúnaðarmaður í samráði við verkstjóra og eiga laun hans ekki að skerðast af þeim sökum.

  • Trúnaðarmanni er heimilt að boða til vinnustaðafunda tvisvar á ári í samráði við stéttarfélagið og atvinnurekanda. Fundinn skal boða með þriggja daga fyrirvara og skal fundurinn haldinn á vinnutíma.

  • Trúnaðarmaður skal hafa aðgang að læstri hirslu á vinnustað.

  • Trúnaðarmaður skal bera kvartanir starfsfólks upp við verkstjóra eða aðra stjórnendur fyrirtækis, áður en leitað er til annarra aðila. Trúnaðarmaður getur þó alltaf verið í samráði við stéttarfélagið og leitað ráða þar.

  • Nýir starfsmenn á vinnustað geta fengið fræðslu frá sínum trúnaðarmanni um helstu reglur og venjur á vinnustaðnum auk upplýsinga um stéttarfélagið.

  • Atvinnurekendum og umboðsmönnum þeirra er óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess, að stéttarfélag hefur falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig. Þurfi atvinnurekandi að fækka við sig verkamönnum, þá skal trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni.