Orlofshús

Félagið á eða hefur á leigu orlofshús eða orlofsíbúðir á fjölmörgum stöðum á landinu fyrir félagsmenn sumarið 2024. 

Höfuðborgarsvæðið: Sumarleigan 2024 nær yfir tímabilið frá 5. júní til 28. ágúst.

Opnað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun miðvikudaginn 13. mars 2024.

Síðasti umsóknardagur fyrir sumarúthlutun árið 2024 er þriðjudagurinn 2. apríl.

    • Miðvikudaginn 3. apríl verður orlofshúsum úthlutað
    • Þeir sem fá úthlutað þurfa að ganga frá greiðslu í síðasta lagi mánudaginn 15. apríl 2024.
    • Miðvikudaginn 17. apríl 2024 verður opnað á netinu fyrir það sem enn verður laust. Þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær. Einnig verður hægt að hafa samband við skrifstofur félagsins til að fá upplýsingar um lausar vikur. 

ATH! Opnað verður fyrir umsóknir 13. mars 2024. Sækja um/panta á Orlofsvef félagsins - 13. mars munu birtast hér upplýsingar um orlofskosti sem í boði eru 

Dýrahald bannað!
Af gefnu tilefni hefur verið sett inn í leigusamning að stranglega er bannað að hafa með sér hunda eða önnur gæludýr í orlofshús eða íbúðir félagsins.